Fyrsta Grand Prix mótið 2020

Karatedeild Aftureldingar Karate

Grand Prix mótaröðin hófst nú um helgina, en hún er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 136 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með 7 iðkendur skráða, sumir í bæði kata og kumite. Af þeim sem kepptu komust fjórir í verðlaunasæti:

  • Sverrir Björgvinsson, kata 12 ára – 1. sæti
  • Dóra Þórarinsdóttir, kata 13 ára – 1. sæti
  • Oddný Þórarinsdóttir, kata 16-17 ára – 1. sæti
  • Þorgeir Björgvinsson, kumite 15 – 3. sæti

Aðrir keppendur sem voru nálægt því að komast á pall:

  • Axel Björgvinsson, kata 12 ára – 5. sæti
  • Þorgeir Björgvinsson, kata 14-15 ára – 5. sæti
  • Gunnar Haraldsson, kata 14-15 ára – 5. sæti
  • Gunnar Haraldsson, kumite 15 ára – 5. sæti
  • Hugi Tór Haraldsson, kumite 15 ára – 7. sæti

Hugi Tór datt úr keppni eftir mjög naumt tap í kumite í annarri umferð.

Allir keppendur karatedeildarinnar fóru ákveðnir inn á völlinn og stóðu sig með prýði, en samkeppnin var hörð og þetta mót fer í reynslubankann. Árangurinn hjá deildinni var frábær og lenti deildin í 3. sæti félaga! Úrslit mótsins má sjá hér.

Oddný – gull

Dóra – gull

Sverrir – gull

Þorgeir – brons

Axel og Sverrir