Tvö Gull og eitt Silfur á ÍA móti

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Um helgina tóku 11 iðkenndur frá Aftureldingu þátt á sterku móti upp á Akranesi. Mótið er hluti af mótaröð badmintonsambandins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Spilað var í U11, U13, U15, U17 og U19 í einliða, tvíliða og tvenda.

Við áttum spilara í U11, U13 og U15 að þessu sinni og var spilað á laugardegi og sunnudegi frá morgni til kvölds. Krakkarnir stóðu sig virkilega vel og gaman að sjá framfarir þeirra eftir stífar æfingar í vetur.

Anna Bryndís sigraði U11
Ágúst Páll sigraði U15-B
Rebekka Ósk lenti í öðru sæti í tvendaleik í U15