Afturelding á toppi 1.deildar karla og kvenna í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir það að  B-liðin okkar í blaki verði Deildarmeistarar í 1.deildum karla og kvenna þegar nokkrar umferðir eru eftir.  Stúlkurnar eiga 4 leiki eftir og strákarnir eiga 2 leiki. B -liðin hafa ekki  þátt tökurétt í úrslitakeppninni en þau geta orðið deildarmeistarar vinni þeir deildirnar. Þess má geta að það er spilað í sjö kvennadeildum og fjórum karladeildum í Íslandsmóti Blaksambands Íslands. Bæði liðin spiluðu að Varmá í kvöld og unnu þau bæði örugglega sína leiki 3-0. Stúlkurnar tóku á móti Þrótti R-B og strákarnir tóku á móti HKörlum.