Þrír leikmenn frá Aftureldingu á U17 æfingar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Það eru þeir Axel Óskar Andrésson, Arnór Gauti Ragnarsson og Birkir Þór Guðmundsson sem urðu fyrir valinu en þessir efnilegu piltar hafa leikið stórt hlutverk í sigursælu liði 3.flokks sem er á leið í undanúrslit Íslandsmótins í næstu viku.

Knattspyrnudeild óskar strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis með landsliðinu og að sjálfsögðu einnig í úrslitakeppninni framundan.