Haustönn 2013

Ungmennafélagið Afturelding

Kæru foreldrar! 



Nú eru æfingar hafnar á fullu og gaman að sjá salinn fullan af áhugasömum og glöðum iðkendum og þjálfurum. Ég set hér inn æfingatöfluna og vona ég að þetta sé lokaskjal. Einu stóru breytingarnar voru gerðar á tímum var hjá R-11 en tíminn á þriðjudögum flyst yfir á mánudaga. Einnig þarf að leysa rútuvandamál á mánudögum hjá R-2 og verður haft samband við þann hóp þegar það skýrist. Ég bið foreldra að kynna sér æfingatöfluna vel. Einnig höfum við í stjórninni sett saman viðburðadagatal sem við vonum að nýtist ykkur foreldrum og hvet ég ykkur til að kynna ykkur það vel. 



Nú vinnum við í stjórninni hörðum höndum að skrá alla inn í Nóra, greiðslukerfið okkar ásamt þeim frístundaávísunum sem okkur hafa borist. Við munum svo í næstu viku senda ykkur leiðbeiningar hvernig hægt verður að ganga frá greiðslu. Verið er að uppfæra Nóra þannig hægt verður að dreifa greiðslum bæði á greiðslukort og með greiðsluseðlum.



Fimleikasamband Íslands fyrirhugar að gefa út bók um fimleika á Íslandi. Bókin er hugsuð sem yfirlitsrit um fimleika á Íslandi. Við hjá Fimleikadeild Aftureldingar viljum auðvitað vera með í þessu spennandi verkefni og eigum við að senda inn andlitsmynd af öllum 8 ára iðkendum og eldri til að birta í bókinni. Við höfum því fengið Steven Pál Rogers (sem er í stjórninni) til að taka myndir af þessum hópum nú á föstudaginn frá 15:30. Ef einhver vill af einhverjum ástæðum ekki vera með í þeirri myndatöku biðjum við að þið hafið samband við mig annað hvort hér á facebook eða senda póst á netfangið fimleikar@afturelding.is.



Heimasíðan okkar hefur verið að stríða okkur eitthvað, en við erum að finna út úr þessu og stefnum að því að setja inn þennan pistil, æfingatöfluna og fimleikadagatalið okkar á heimasíðuna ásamt því að uppfæra aðrar upplýsingasíður hjá deildinni sem allra fyrst.



Að lokum vil ég þakka foreldrum og iðkendum fyrir frábæra byrjun á fimleikaárinu og við í stjórninni hlökkum til samstarfs við ykkur í vetur. Við viljum minna ykkur á netfangið okkar, fimleikar@afturelding.is ef einhverjar spurningar eru.



Bestu kveðjur,

f.h. stjórnar Fimleikadeildar Aftureldingar

Sigrún Huld

SMELLTU HÉR til að nálgast æfingatöflluna okkar fyrir haustönn 2013 á PDF formi