Tveir leikmenn til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hefur samið við spænska miðjumanninn Esteve Monterde og brasilíska varnarmanninn Romario Leiria um að leika með liðinu í sumar.

Esteve er 23 ára gamall en hann á meðal annars leiki að baki í næstefstu deild á Spáni með Córdoba. Romario er 26 ára en hann varð heimsmeistari með U20 ára landsliði Brasilíu á sínum tíma. Hann hefur á ferli sínum leikið lengi í heimalandinu auk þess sem hann spilaði með Maritimo í portúgölsku úrvalsdeildinni árið 2016.

Afturelding fagnar komu leikmannanna og bindur miklar vonir við þá í sumar.

Áfram Afturelding!