Guðmundur Árni til Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Hornamaðurinn öflugi Guðmundur Árni Ólafsson hefur samið við Aftureldingu til næstu þriggja ára.  Guðmundur sem er margreyndur og öflugur leikmaður lék með HK í vetur auk þess að vera um tíma spilandi aðstoðarþjálfari.

Guðmundur lék afar vel fyrir HK í umspili um sæti í úrvalsdeild og hjálpaði félaginu að tryggja sér sæti í Olísdeildinni næsta vetur.

Tímabilið á undan var Guðmundur í fríi frá handknattleik vegna anna í vinnu. Guðmundur lék sem atvinnumaður í Danmörku frá árunum 2011 til 2016 með Bjerringbro/Silkeborg og Mors-Thy og á að baki 14 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Guðmundur er boðinn velkominn í Aftureldingu.