Valgeir Árni framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Valgeir Árni Svansson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu út tímabilið 2021. Valgeir er uppalinn hjá félaginu og leikið 26 keppnisleiki með Aftureldingu á síðustu þremur árum og skorað í þeim tvö mörk.

Valgeir er á 22. aldursári og leikur í stöðu bakvarðar eða vængmanns. Hann lék 12 leiki með Aftureldingu í deild og bikar á síðustu leiktíð en missti af seinni helmingi tímabilsins vegna meiðsla.

„Valgeir hefur tekið miklum framförum í vetur, æfir mikið og leggur hart að sér. Það er mjög ánægjulegt að Valgeir verði með Aftureldingu næstu tvö keppnistímabil hið minnsta,“ segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.