Viktor Marel skrifar undir samning við Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það er ánægjulegt að tilkynna að Viktor Marel Kjærnested hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt.
Viktor Marel sem er fæddur árið 2000 á að baki úrtaksæfingar með u16 og u17 ára landsliðinu og lék hann 15 leiki með 2.flokki karla í sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. 
Viktor skoraði 7 mörk í þessum leikjum og hefur hann leikið sem kantmaður og senter á þessu ári.
Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar Viktor Marel til hamingju með samninginn og góðs gengis í sínum verkefnum.