9.flokkur körfunnar á Scania Cup ´24

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Strákar fæddir 2009 halda í fyrramálið í fyrsta skiptið í stuttri körfuboltasögu Aftureldingar á óopinbert Norðurlandamót félagsliða í körfuknattleik en það er haldið yfir páskana í Södertelja í Svíþjóð. Mótið heitir Scania Cup og hefur verið haldið síðan 1981 og er mjög vinsælt ár hvert og alltaf haldið um páska. Scania Cup er að öllum líkindum sterkasta félagsliðamót í Skandínavíu þar sem efstu liðum hvers flokks í hverju landi fyrir sig er boðin þáttaka, Noregur, Finnland, Danmörk, Svíþjóð og Ísland. Aftureldingarmenn hafa verið í toppbaráttunni í sínum aldursflokki drengja fæddir 2009 undanfarin ár og því frábært tækifæri fyrir þessa ungu menn og félagið að senda sitt fyrsta lið á Scania. Strákarnir leika fyrst á Föstudaginn langa, 29. mars gegn norsku liði að nafni EB-85 og á laugardaginn 30. mars leika þeir gegn SISU frá Kaupmannahöfn. Eftir riðlakeppnina er síðan spilað um sæti og verður því forvitnilegt að sjá hvernig úr þessu spilast en þetta er virkilega spennandi tækifæri fyrir strákana og Aftureldingu að máta sig gegn sterkustu liðum Norðurlandanna og sjá hvar þeir standa á Skandinavískum mælikvarða. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá strákunum á Facebook og Instagram síðu mótsins en einnig munu þeir flytja fréttir á Facebook síðu Aftureldingar. Svo má líka fylgjast með gangi mála í appi mótsins en það er hægt að finna í App store og Play store. 10 strákar eru að fara í ferðina, Sævaldur þjálfari og Jón farastjóri sem og fjölmargir foreldrar drengjanna.

Áfram Afturelding Körfubolti

 

Síða mótsins: https://scania.cups.nu/

Staða Aftureldingar og leikir: https://scania.cups.nu/2024,en/result/team/48077179