Afturelding áfram á Scania Cup

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Afturelding spilaði tvo leiki í dag. Fyrri leikurinn var gegn Sisu besta liði Danmerkur í þessum flokki. Stórt test fyrir okkar stráka og svakalega gaman að mæta svona sterku liði, máttum þola frekar stærra tap miðað við frammistöðu. Strákarnir stóðu sig frábærlega framan af leiknum en Sisu stakk okkur svo af í seinni hálfleik. Frábær lærdómur sem kemur að mæta svona sterku liði. Maður leiksins í liði Aftureldingar var valinn Kristófer Kjartansson.

Seinni leikur dagsins var umspilsleikur um að komast áfram í 8 liða úrslit. Spiluðum gegn sterku liði Högsbo frá Svíþjóð. Leikurinn var mjög spennandi allan tíman og Högsbo var yfir meiri hlutan af leiknum og mest var 14 stiga munur á okkur í 2. leikhluta. Strákarnir sýndu svo frábærann karakter, unnu sig hægt og rólega til baka og kláruðu leikinn svo á geggjuðum sigri 80-73. Maður leiksins í liði Aftureldingar var valinn Sigurður Máni Brynjarsson. Frábær dagur að baki og strákarnir geggjaðir í allan dag.

8 liða úrslit á morgun á móti finnska liðinu HNMKY klukkan 7:30 á íslenskum tíma. Núna eru öll 3 íslensku liðin í 9. flokki, komin í 8 liða úrslit sem er frábært að sjá.

Áfram Afturelding