Keppa um 7. sætið á Scania Cup

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Afturelding mætti í dag HNMKY frá Finnlandi sem koma með feiknasterkt lið til keppni.  Okkar menn töpuðu nokkuð stórt, 100-37, en í kvöld tryggðu Finnarnir sér leik um gullið með sigri á Stjörnunni. Maður leiksins hjá Aftureldingu var Kristófer Óli Kjartansson.

Afturelding hélt því áfram að keppa um 5.-8. sæti mótsins og mætti KR seinni partinn í dag.  Því miður náðu okkar menn ekki almennilegum takti í leiknum sem endaði með sigri KR, 68-57. Maður leiksins hjá Aftureldingu var valinn Sigurbjörn Einar Gíslason.  Fyrr í dag höfðu KR tapað fyrir Sisu frá Danmörku sem okkar menn töpuðu fyrir í gær. Sisu er einnig komið í úrslitaleikinn.

Í fyrramálið kl. 6 að íslenskum tíma mætir Afturelding heimamönnum í Södertelje BBK í leik um 7. sæti mótsins.  Það verður lokaleikur okkar manna sem hafa staðið sig með mikilli príði og verið Aftureldingu til mikils sóma, bæði innan sem utan vallar.