Afturelding náði 7. sæti á sínu fyrsta Scania Cup

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Í morgun sigraði 9. flokkur Aftureldingar í körfubolta lið Sötertälje BBK nokkuð örugglega 67-53. Þessi sigur tryggði okkar mönnum 7. sæti af 19 liðum sem komu til leiks í þessum flokki. Drengirnir mættu ákveðnir til leiks og stóðu vörnina sérstaklega vel og fylgdu eftir með hnitmiðuðum sóknu.  Maður leiksins var valinn Sigurbjörn Einar Gíslason en samheldni og ákveðni hópsins skóp sigurinn.
Á leið sinni tókust drengirnir á við bæði liðin sem komust í úrslit mótsins, HNMK frá Finnlandi og Sisu frá Danmörku þar sem þeir síðarnefndu höfðu betur.
Stjarnan tryggði sér 3. sæti gegn AIK frá Svíþjóð og KR lenti í 6. sæti eftir ósigur gegn Falcon frá Danmörku.
Afturelding var að taka þátt i þessu sterkasta móti Norðurlandanna meðal félagsliða og getum við ekki verið annað en stolt af okkar mönnum og árangri þeirra.  Vel gert og til hamingju.

Áfram Afturelding!