Lið Aftureldingar í 9. flokki í körfubolta mætti í gær til Södertelje þar sem Scania Cup fer fram. Drengirnir komu sér vel fyrir og hvíldu vel eftir ferðalagið. Í dag tók svo við alvaran og fyrsti leikur við EB-85 frá Noregi. Okkar menn byrjuðu leikin nokkuð vel en í hálleik höfðu Norðmennirnir náð eins stig forrystu í leiknum. Seinni hálfleikur byrjaði brösulega en Aftureldingamenn náðu að girða sig í brók og lönduðu að lokum 9 stiga sigri, 78-69. Maður leiksins í liði Aftureldingar var Kristófer Kjartansson sem fór fyrir sinum mönnum með agaðri liðsstjórn og frábærum stoðsendingum. Stigahæstur var Sigurbjörn Eina Gíslason með 22 stig. Með sigrinum hafa drengirnir tryggt sér þátttöku í 8 liða úrslitum mótsins. Á morgun tekur svo við nýtt verkefni þar sem þeir mæta Sisu frá Danmörku.