Veturinn 2017-2018

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Þá eru æfingatímar vetrarins tilbúnir og skráningarmöguleikar í Nóra líka. 
Þjálfarateymi vetursins samanstendur af Sævaldi Bjarnasyni, Aníku Lindu Hjálmarsdóttur og Bjarka Þorsteinssyni. Það er afar ánægjulegt að geta bætt við einum flokki og boðið elsta hópnum upp á fjórar æfingar í viku. Þjálfarar og starf vetursins verður kynnt nánar á foreldrafundi í september. Æfingar byrja mánudaginn 28. ágúst. Við vonumst til að sjá sem flesta með okkur áfram í vetur.

1. – 3. bekkur strákar og stelpur

Þriðjudagar klukkan 15-16 og fimmtudagar klukkan 16-17

4. – 5. bekkur strákar og stelpur

Þriðjudagar klukkan 15-16, fimmtudaga klukkan 17-18 og föstudaga klukkan 15-16

6. – 7. bekkur strákar og stelpur

Mánudagar kl. 15-16, þriðjudagar klukkan 16-17, miðvikudagar 15-16 og föstudagar 16-17