Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020.

Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki i fyrra þegar Afturelding vann 2. deildina. Arnór Gauti á einnig þrjá leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands.

,,Það er gríðarlega mikið gleðiefni að Arnór Gauti hafi ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Aftureldingu. Við viljum halda ungum og efnilegum heimamönnum innan okkar raða og það hefur verið gaman að sjá þær miklu framfarir sem Arnór Gauti hefur tekið síðan hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki í fyrra. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut næstu árin hér í Mosfellsbæ,“ sagði Geir Rúnar Birgisson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar.