Beltapróf í karate

Ungmennafélagið Afturelding

Beltapróf fara fram í karatesalnum í íþróttahúsi við Varmá.

Tímasetningar:

Hvít (byrjendur)/rauð/gul: kl. 16:00 – 16:50

Appelsínugul/græn/blá/fjólublá/brún: kl. 17:00 – 18:15

Eldri iðkendur appelsínugult/gult : mánudaginn 9.desember kl 19:00 – 20:00 í
Egilshöll.

Beltaprófin fara fram fyrir luktum dyrum en yfirþjálfari deildarinnar, Willem
Verheul, sér um þau. Foreldrum/forráðamönnum verður boðið að koma í salinn í
lok prófsins þar sem iðkendur mun sýna grunntækni og þau verða svo kölluð eitt
og eitt og fá að vita hvernig þau stóðu sig. Í tímanum eftir beltaprófin fá þau
afhend viðurkenningarskjöl.

Eftir prófin verður boðið upp á hressingu, belti verða til sölu (kosta 1.500.-
kr., þarf að greiða með reiðuféi) en strípur á belti kosta ekki neitt.

Síðustu karatetímarnir fyrir jólafrí verða svo fimmtudaginn 12. desember.

Við vekjum athygli á því að karatedeild Aftureldingar á Facebook, þar eru
settar inn tilkynningar og sagt frá atburðum sem tengjast deildinni.