Fimleikar – Haustönn 2015

Ungmennafélagið Afturelding

Nú fer haustönnin senn að hefjast og viljum við koma til ykkar ýmsum gagnlegum upplýsingum hvað önnina varðar. Haustönn Fimleikadeildar Aftureldingar 2015 hefst mánudaginn 7. september og lýkur föstudaginn 18. desember. Fyrsta vikan, 7. – 12. september verður prufuvika þar sem iðkendum gefst kostur á að prófa æfingar en eftir það er óskráðum iðkendum óheimilt að taka þátt í æfingum.

Ingibjörg Antonsdóttir hefur tekið við sem yfirþjálfari deildarinnar þar sem að Rebekka Yvonne Rogers er í fæðingarorlofi. Ísabella Ýr Finnsdóttir mun áfram vera yfirþjálfari leikskólahópa og hópum 6-7 ára iðkenda. Hún ætti flestum að vera kunnug en hún hefur þjálfað lengi í deildinni og æft sjálf með Aftureldingu í mörg ár.

Ingibjörg hefur langan fimleikabakgrunn auk þess sem hún æfir með meistaraflokki Gerplu í hópfimleikum. Ingibjörg hélt utan um sumarönn Fimleikadeildarinnar með glæsibrag.

Stundataflan verður tilbúin um mánaðarmót ágúst, september og mun birtast á heimasíðu Fimleikadeildarinnar og einnig á foreldrasíðu Fimleikadeildarinnar á Facebook. Fimleikadagatal með helstu viðburðum Fimleikadeildarinnar í vetur mun birtast í byrjun annarinnar.

Nú hefur hefur verið opnað fyrir forskráningu í Nora https://afturelding.felog.is/

Iðkendur síðasta fimleikaárs skrá sig í hópinn „Fimleikadeild > Skráning – Haustönn 2015 KK og KVK > Iðkendur síðasta fimleikaárs – Allur aldur“

Nýir iðkendur skrá sig í hópinn „Fimleikadeild > Skráning – Haustönn 2015 KK og KVK > Nýir iðkendur – Allur aldur”

Með þessari skráningu er iðkandanum tryggt pláss.  Þegar stundataflan er gefin út þá mun Fimleikadeildin senda foreldrum póst um hvaða hóp barnið verður í, æfingatíma, upplýsingar um þjálfara hópsins og verð námskeiðsins.  Foreldrum gefst þá kostur á því að staðfesta skráningu iðkandans inn í Nora og borga fyrir námskeið.  Ef barnið kýs að taka ekki þátt í námskeiðinu þrátt fyrir forskráningu þarf að tilkynna það með tölvupósti á netfangið fimleikar@afturelding.is fyrir 12. Sept 2015.  

Sendi foreldrar ekki tölvupóst um að þeirra barn þiggi ekki pláss á námskeiðinu er litið svo á að barnið muni vera með og hafi foreldrar ekki sjálfir gengið frá skráningu og greiðslu fyrir 20. september áskilur deildin sér rétt til að skrá barnið og verður greiðsluseðill sendur í kjölfarið.

Hlökkum til að hefja nýtt fimleikaár og sjá gamla sem nýja iðkendur aftur í glæsilega fimleikasalnum okkar.

Með fimleikakveðju,

Stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar