Viðbótatímar fyrir leikskólahópa hefjast 2. október

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar, Óflokkað

Skráningar í leikskólahópana hjá okkur hafa farið langt umfram það sem fimleikadeildin var að búast við.

Deildin hefur búið til auka hóp til að mæta eftirspurn og fyrsta æfingin verður núna á sunnudaginn 2. október.

Æfingarnar verða á sunnudögum klukkan 13:00-14:00 og eru í boði fyrir börn fædd 2017 og 2018.

Ef þið viljið skrá barn sem er fætt 2018 þarf að hafa samband við deildina í gegnum fimleikar@afturelding.is til að skrá.