Stjórn sunddeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar þriðjudaginn 12. maí, kl. 20. Fundurinn fer fram í vallarhúsinu að Varmá.
Farið verður yfir vorönnina sem er að líða – og hefur vægast sagt verið öðruvísi en við höfum átt að venjast – og kosið til stjórnar.
Einhverjar breytingar verða á sitjandi stjórn, því einhverjir meðlima hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að koma að starfi lítillar deildar sem hefur verið í töluverðri sókn undanfarin ár, til að mæta og gefa kost á sér.
D A G S K R Á
Venjuleg aðalfundarstörf
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar ársins 2019
5. Kosning formanns
6. Kosning stjórnarmanna
7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar
8. Önnur mál
Hlökkum til að sjá sem flesta!