Ringsted Cup 16.-17. September 2017

Sunddeild Aftureldingar Sund

Keppnistímabilið í sundi hefst með trompi hjá Sunddeild Aftureldingar þetta haustið. Næstkomandi helgi keppa 10 sundmenn úr afrekshópi deildarinnar á alþjóðlegu sundmóti í Ringsted í Danmörku. Keppendur frá Aftureldingu eru á aldrinum 13-19 ára og hafa æft stíft síðasta einn og hálfan mánuðinn til að ná toppárangri á mótinu. Mótið fer fram í 25m innilaug og auk einstaklingsgreina mun hópurinn taka þátt í þremur boðsundum; 4x50m fjórsund kvenna, 4x50m fjórsund karla og 10x50m skriðsundi þar sem blandaðar sveitir keppa.
Það er mikil spenna og tilhlökkun í hópnum enda í fyrsta skiptið sem þau keppa á erlendri grundu.

Söfnun fyrir ferðinni fór meðal annars fram með candy floss sölu á bæjarhátíðinni í lok ágúst og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.