Sunnudaginn 15. maí verður haldið beltapróf fyrir iðkendur Aftureldingar. Prófið hefst klukkan 10:00 og lýkur í síðasta lagi klukkan 15:00. Prófið verður haldið í Íþróttahúsi Aftureldingar við Varmá í fimeikasalnum og því nóg pláss fyrir gesti. Eins og tíðkast þá eru foreldrar beðnir að koma með léttar veitingar á hlaðborðið
Prófið skiptist í tvennt, lægri og hærri belti. Iðkendur sem þreyta próf fyrir gula rönd, gult belti og appelsínugult skulu mæta í síðasta lagi 9:45 því prófið hefst stundvíslega klukkan 10:00. Að því loknu verður beltaafhending og myndataka.
Próf fyrir iðkendur sem þreyta grænt belti og hærra hefst klukkan 12:00. Ráðlegt er að þeir mæti snemma til að undirbúa sig fyrir prófið.
Þjálfari ætti nú að vera búin að fá allar iðkendahandbækur til sín og eru iðkendur beðnir að skila henni inn eins fljótt og hægt er. Á næstu æfingum mun þjálfari ásamt aðstoðarfólki fara yfir tækni og kvitta í iðkendahandbókina. Enginn fer í próf án þess að vera búin að fá staðfestingu á allri tækni frá þjálfara.
Prófið sjálft fer fram á tveim gólfum. Á fyrsta gólfinu munu próftakar fara í gegnum grunntækni og spörk. Þar á eftir fara próftakar á næsta gólf í samsetningar, form og armbeygjur. Bæði gólfin verða því í gangi í einu og nóg að gerast fyrir áhorfendur.
Prófdómari að þessu sinni er Magnea Ómarsdóttir, 3.dan, ásamt aðstoðardómurum.
Eftirfarandi iðkendur eru skráðir í beltaprófið:
Gul rönd (10.geup)
Ágúst Örn Guðmundsson
Aníta Eik Kjartansdóttir
Benedikt Guðjónsson
Daníel De La Rosa
Eilífur Ísar Hauksson
Heiðveig Magnúsdóttir
Natalía Erla Arnórsdóttir
Róbert Sölvi Sveinsson
Selma Elísa Ólafsdóttir
Skarphéðinn Hjaltason
Daníel Þorgeir Kristinsson
Selma Elísa Ólafsdóttir
Gult belti (9.geup)
Andri Haukur Pétursson
Friðrik Ingi Sigurjónsson
Gabríel Daði Marinósson
Gunnar Jökull Hjaltason
Gylfi Hólm Erlendsson
Haukur Skúlason
Herdís Þórðardóttir
María Bragadóttir
Nói Hrafn Atlason
Appelsínugult belti (8.geup)
Arnór Róbertsson
Davíð Ingi Hafsteinsson
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir
Guðni Emil Guðnason
Lilja Sóley Gissurardóttir
Runólfur Þórbergur Hrafn Hafþórsson
Steinn Jónsson
Vigdís Helga Eyjólfsdóttir
Víkingur Brynjar Víkingsson
Grænt (7.geup)
Ellen Ruth Ingimundardóttir
Gústaf de la Rosa Gústafsson
Jón Andri Ingólfsson
Níels Salomón Ágústsson
Richard Már Jónsson
Blátt (6.geup)
Aldís Inga Richardsdóttir
Erla Björg Björnsdóttir
Hafsteinn Snorri Jóhannesson
Inga Laufey Ágústsdóttir
Máni Hafsteinsson
Rauð rönd (5.geup)
Alex Adam Gunnlaugsson
Egill Jónasson
Rautt (4.geup)
Aron Kári Ágústsson
Jón Hjörtur Pétursson
Mikael Ingi Richardsson
Óskar Harry Dóra og Harrysson