Góður árangur hjá Taekwondodeild Aftureldingar á Bikarmóti 2

TaekwondoTaekwondo

Mynd: Tryggvi Rúnarsson

Um síðustu helgi var haldið annað þriggja bikarmóta Taekwondosambands Íslands í íþróttahúsi Ármanns í Laugardal.  Afturelding á titil að verja frá síðasta ári og hefur afgerandi forskot á mótaröðinni í ár þegar aðeins eitt mót er eftir.

Keppendur okkar stóðu sig með stakri prýði, eins og ávallt, og var sérstaklega gaman að sjá hversu vel okkar yngstu og nýjustu iðkenndur skemmtu sér vel á barnamóti laugardagsins.  Þjálfararnir, sem hafa fylgt krökkunum eftir frá þeirra fyrstu æfingu, voru að rifna úr stolti að sjá hversu miklum framförum þau hafa tekið og hversu mikill kunningsskapur er á milli félaga í íþróttinni.

Á sunnudeginum öttu okkar eldri keppendur kappi við kollega sína og rökuðu til sín verðlaunum og stigum, eins og á undangengnum mótum.

Keppendur okkar fengu 23 gull, 19 silfur og 18 brons. Fyrir þetta bikarmót fékk Afturelding 111 stig og eru í fyrsta sæti þegar tveimur af þremur mótum er lokið með 221 stig. Í öðru sæti er Keflavík með 200 stig og ÍR í þriðja sæti með 150 stig.

Framundan eru tvö síðustu mót vetrarins og verða þau bæði haldin hjá okkur í Mosó.  Annars vegar er um Íslandsmótið í bardaga að ræða þann 6. apríl nk. og eigum við titil að verja þar, rétt eins og á síðasta bikarmóti vetrarins í lok apríl.  Við biðlum því til allra að koma og hvetja okkar fólk áfram og tryggja að bikararnir haldist í heimabyggð…. þar sem þeir eiga heima!

ÁFRAM AFTURELDING!!

Mynd: Tryggvi Rúnarsson

Eftirtaldir aðilar kepptu fyrir hönd Aftureldingar á Bikarmóti 2:

Adríel Rafn Stefánsson

Agnar Már Karlsson

Anja Lind

Arnar Bragason

Arnar Valur Ágústsson

Aron Ásgeir S. Halldórsson

Aþena Rán Stefánsdóttir

Aþena Rún Kolbeins

Ágúst Örn Guðmundsson

Ásthildur Emma Ingileifardóttir

Davíð Snær Leonardsson Francis

Ellý Guðrún Sigurðardóttir

Enya Bríet Brynjarsdóttir

Guðni Friðmar J. Ásmundsson

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir

Iðunn Anna Eyjólfsdóttir

Jón Bjartur Þorsteinsson

Justina Kiskeviciute

Júlíana Rún Árnadóttir

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir

Pálmi Þór Kristmannsson

Ragnheiður Anna Árnadóttir

Rakel Ylfa Emilsdóttir

Regína Bergmann Guðmundsdóttir

Róbert Mikael Óskarsson

Sara Lillý Vilhjálmsdóttir

Sigurjón Kári Eyjólfsson

Steinunn Selma Jónsdóttir

Viktor Máni Valdimarsson

Vígsteinn Frosti Hauksson

Volkan Víkingur Erol

Wiktor Sobczynski

Örlygur Skjöldur Hauksson