Helgina 16-17.janúar fór fram landsliðsæfing í Taekwondo formum. Afturelding átti 10 iðkendur á þeirri æfingu. Allir voru ánægðir að komast loksins á almennilega landsliðsæfingu. Landsliðsþjálfarinn Lisa Lents er búsett í Danmörku og stjórnaði hún æfingunni í gegnum netið. Eins og staðan er í dag er engin að fara erlendis að keppa en þau taka þátt í mótum sem fara fram á netinu og sem eru áætluð innanlands.
