Taekwondodeild Aftureldingar varð um helgina RIG meistarar. Mótið fór fram í Laugardalnum og var keppt bæði í Kyorugi (bardaga) og Poomsae (formum/tækni). Afturelding var stigahæsta liðið í samanlögðu og þar með félag mótsins. Keflavík var svo í öðru sæti og Ármann í því þriðja.
Afturelding vann 18 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 8 brons.
Þetta er frábær árangur og sýnir hvað þetta góða starf deildarinar er að skila sér.
Við óskum öllum okkar iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.