Vorið 2013 að hefjast

TaekwondoTaekwondo

Æfingar eru hafnar á ný hjá Taekwondo deildinni. Undanfarin 4 ár höfum við boðið upp á þrjá aldursflokka en vegna mikillar eftirspurnar og fjölgunar hjá deildinni þá munum við bæta við þremur nýjum flokkum í ár.

Byrjendur

Hópurinn er fyrir unglinga og fullorðna sem vilja ná tökum á undirstöðuatriðum í Taekwondo. Iðkendur læra grunntækni, form og grunnspörk ásamt hóflegum þrekæfingum í lok tímans. Iðkendur geta fært sig upp í unglinga- og fullorðinsflokk ef áhugi þeirra á ólympísku Taekwondo (bardaga) eykst. Þessi hópur er fyrir alla sem hafa áhuga á að æfa fjölmennustu bardagalist heims í bland við góðar þrekæfingar, liðleikaæfingar og sjálfsvörn í góðum félagsskap og jákvæðu umhverfi.

Gólfglíma

Í vor verða haldnar æfingar vikulega í gólfglímu sem er frábrugðin annari glímu að því að leiti að mikil áhersla er lögð á stöður gegn andstæðing í gólfi og liðamótalása. Gólfglíma hentar fólki á öllum aldri sem vil læra að losa sig úr taki eða lás andstæðings og snúa vörn í sókn. Æfingarnar hafa náð geysilegum vinsældum meðal stúlkna sem vilja læra sjálfsvörn. Einnig er keppt í gólfglímu fyrir iðendur sem vilja fara þá leið.

Æfingatímar

Taflan gildir fyrir árið 2013 frá janúar – maí. Á föstudögum æfa byrjendur og fullorðinshópur saman. Athugið að í Mosfelling kemur fram að gólfglíman sé frá 19:10 – 20:30 en sú æfing hefst klukkan 20:00.

Það eina sem þú þarft til að byrja eru íþróttabuxur/stuttbuxur og bolur.

Sjáumst á æfingu!

Æfingatafla
Mán Mið Föst
15:30-16:30 Börn Börn Börn
16:35-17:35 Krakkar Krakkar Krakkar
17:45-19:00 Ungl/Full Ungl/Full Allir saman
19:00-20:00 Byrjendur Byrjendur
20:00-21:00 Gólfglíma