Þriðja og síðasta Grand Prix mótið var haldið 9. nóvember, en samanlagður árangur mótanna þriggja ákvarðar bikarmeistara greinarinnar í unglingaflokki. Fjórir keppendur frá Aftureldingu tóku þátt, Dóra Þórarinsdóttir í kata 12 ára, Oddný Þórarinsdóttir í kata 14-15 ára, Þorgeir Björgvinsson í kata 14-15 ára og Þórður Jökull Henrysson í kata 16-17 ára. Dóra, Oddný og Þórður unnu öll sína flokka örugglega og öll unnu þau úrslitabardagann 5-0. Úrslit mótaraðarinnar verða svo kynnt í lok nóvember og verða þá bikarmeistarar aldursflokkanna krýndir. Úrslit mótsins má nálgast hér.
Fyrr um morguninn fór fram 3. Bikarmót vetrarins, en þá er keppt í fullorðinsflokkum. Þórður Jökull tók þátt í kata karla og náði þriðja sæti þar. Úrslit mótsins má nálgast hér.