Íslandsmeistari í kumite 14-15 ára pilta

Karatedeild Aftureldingar Karate

Hugi Tór í 2. sæti og Þorgeir Íslandsmeistari

Þorgeir Björgvinsson varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki 14-15 ára pilta á íslandsmeistaramóti unglinga í kumite þann 12. október. Að þessu sinni voru aðeins tveir keppendur frá Aftureldingu, þeir Þorgeir og Hugi Tór Haraldsson og kepptu þeir í sama aldurs- og þyngdarflokki. Báðir unnu þeir allar viðureignir sínar nokkuð örugglega og því mættust þeir í úrslitum þar sem Þorgeir vann með minnsta mögulega mun, 3-2. Þorgeir varð því Íslandsmeistari og Hugi Tór í 2. sæti. Frábær árangur hjá þeim félögum!! Úrslit mótsins má nálgast hér.