Íslandsmeistari í kumite

Karatedeild Aftureldingar Karate

Telma Rut Frímannsdóttir íslandsmeistari

Telma Rut Frímannsdóttir varð íslandsmeistari í flokki +61 kg og lenti í 3. sæti í opnum flokki á íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite þann 12. október. Glæsilegur árangur hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Þetta var 20. titill Telmu frá því hóf að keppa í karate.

Karatedeildin gæti ekki verið stoltari af henni!