Liverpool skólinn haldinn tíunda árið í röð 2020

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2020.

Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, tíunda árið í röð, og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 9. – 11. júní (þriðjudagur til fimmtudag). Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltakrakka á aldrinum 6 – 16 ára (7. – 3. flokkur).

Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold. Allir þátttakendur á námskeiðinu verða undir stjórn þjálfara frá Liverpool og mun hver þeirra stýra hópi með allt að 16 börnum. Þeim til aðstoðar verða íslenskir þjálfarar sem munu m.a. sjá um að túlka á íslensku. Skipt verður í hópa eftir aldri og sérstakir æfingahópar verða í boði fyrir markmenn.

Þátttaka er takmörkuð og því mikilvægt að tryggja sér sæti sem fyrst með greiðslu þátttökugjalds sem er kr. 24.900 kr. Innifalið í því er ávaxtabiti og heitur hádegisverður auk fótbolta. 10% systkinaafsláttur. Með nýskráningu og ársgjaldi í Liverpoolklúbbinn kostar samtals 25.900 kr. að skrá þátttakanda í Liverpoolskólann.

ATH! 5.000 kr af þátttökugjaldinu er óafturkræft staðfestingargjald.

Greiðsla og skráning í Nora kerfinu á afturelding.felog.is

Allar nánari upplýsingar: liverpool@afturelding.is og í s. 5667089