Skemmtilegur leikur milli Aftureldingarliðanna í 1.deild kvk

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Aftuelding B  tók á móti Aftureldingu X  í 1.deild Íslandsmótsins í blaki á miðvikudagskvöldið. B liðið samanstendur af ungu stúlkunum okkar og X liðið samanstendur af eldri og reynslumeiri konum þar sem sumar eru mæður yngri leikmannanna. Skemmtilegt að segja frá því að tvær mæðgur voru í liðunum, þar sem dæturnar spiluðu með B liðinu og mömmurnar með X liðinu.  Leikurinn var mjög skemmtilegur og margir góðir taktar á báða bóga og endaði  hann með sigri ungu stúlknanna í B liðinu  3-1. Bæði liðin voru taplaus fyrir leikinn en með sigrinum þá fór Afutrelding B upp í 2.sætið í deildinni og skaut X liðinu í 3ja sætið en Aftuelding B á leik til góða á Ýmir sem situr í 1.sæti eins og er. B liðið heldur á Ísafjörð á sunnudaginn og spilar við Vestra  en X liðið spilar við Vestra þann 1.desember.