Aþena Kolbeins

Sigur á online Taekwondo móti

TaekwondoTaekwondo

Helgina 3-5 júlí fór fram Virtual RANGE Open.
Þar sem ekki er hægt að halda mót á venjulegan máta þá fer það fram á netinu. Þetta var mót í taekwondo poomsae/tækni.

Keppendur þurftu að taka upp myndbönd af sér að gera formin/tæknina og deila þeim á youtube. Í rauntíma horfðu dómarar á myndböndin og gáfu þeim einkunn. Það voru 480 keppendur alls staðar frá sem tóku þátt þar af 15 keppendur frá Íslandi.

Af þessum 15 voru þrír keppendur frá Aftureldingu. Aþena Kolbeins, Áshildur Ingileifardóttir og Aþena Rán Stefánsdóttir.

Aþena Kolbeins fékk gullverðlaun með því að vinna sinn flokk.

Fleiri mót eru framundan og verður gaman að fylgjast með okkar frábæru iðkendum þar.

Ásthildur Ingileifardóttir                             Aþena Rán Stefánsdóttir