Blakleiktíðin í úrvalsdeild karla hófst um helgina og átti karlaliðið okkar fyrstu leikina við Vestra frá Ísafirði og voru spilaðir tveir leikir að Varmá. Vestri sló okkar menn einmitt út úr úrslitakeppnninni í vor og áttu okkar menn því harma að hefna. Þeir gerðu það svo sannarlega því þeir unnu báða leikina 3-1 þar sem Sigþór Helgason var stigahæstur í báðum leikjunum með 22 stig í fyrri leiknum og 14 stig í þeim seinni. Þórarinn Örn Jónsson skoraði 12 stig í seinni leiknum og í fyrri leiknum skoraði hann 9 stig eins og Nicolo Toselli. Strákarnir byrja því með fullt hús stiga. Stelpurnar okkar halda á Húsavík á miðvikudaginn og spila við nýliða Völsungs í úrvalsdeildinni og hefja þar með sína leiktíð.