Svartbeltispróf hjá Taekwondodeild Aftureldingar

TaekwondoFréttir, Taekwondo

Yfirdómari var Morten Jensen 7. Dan frá Danmörku.

Prófið tókst í alla staði frábærlega og var virkilega krefjandi. Allir próftakar stóðust prófið með mikilli sæmd. Prófið markar klárlega ákveðin tímamót í íslensku taekwondo þar sem þrjú ólík félög tóku sig saman og héldu sameginlegt próf. próftakar æfðu saman í allt sumar til að ná saman og undirbúa sig undir prófið. Prófið var haldið á tveim dögu fyrst var forpróf þar sem áhersla var lögð á þrek og tækni á prófdaginn sjálfan var síðan prófað í formum, tækni, bardaga og brotum. það var almannarómur að vel hefði til twkist og var prófið bæði áhorfendavænt og krefjandi.  Um kvöldið fóru allir próftakar og nánasta fjólskylda auk stjórnir deilda í skíðaskála Ármanns í bláfjöllum, þar sem slegið var upp veislu með mat og drykk. Stjórn TKÍ vill óska öllum sem komu að þessu verkefni innilega til hamingju þar sem þessi viðburður er klárlega upphafið að því sem koma skal. Einnig viljum við óska öllum iðkendum sem þreittu prófið innilega til hamingu með nýju gráðurnar, en þeir eru:


Afturelding

Geir Gunnar Geirsson 1 Poom

Viktor Ingi Ágústsson 1. Dan

Arnar Bragason 3. Dan.

Björk

Sigurður Pálsson 1. Dan

Axel Valdimarsson 1. Dan

Gauti Már Guðnason 3. Dan

Ármann

Antje Möller 1. Dan

Pétur Arnar Kristinsson 1. Dan

Einar Gísli Gíslason 2. Dan

Karl Jóhann Garðarsson 2. Dan