Landsliðshópar KKÍ

Körfuknattleiksdeild AftureldingarAfturelding, Körfubolti

KKÍ og landsliðsþjálfarar hafa valið æfingahópa sem æfa í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa, liðin hittast svo nokkrum sinnum í vetur og næsta vor áður en endanlegir hópar verða valdir í verkefni sumarsins 2024. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt af því að eiga fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum í ár.

Þau sem valinn voru frá okkur eru :

     Björgvin Már Jónsson U15 kk

     Dilanas Sketrys U15kk

     Sigurbjörn Einar Gíslason U15KK

     Helena Rut Ingvarsdóttir U15KVK

Eins og áður segir erum við ákaflega stolt af því að iðkenndur frá KKD-Aftureldingar séu valdir í svona hópa og erum mjög stolt af þessum krökkum sem og þeirri vegferð sem KKD-Aftureldingar er á með mikilli fjölgun iðkennda í yngri flokkunum og að eiga nú iðkenndur sem eru í æfingahópum yngri landsliða Íslands.

Við óskum þeim ákaflega góðs gengis sem og auðvitað öllum þeim sem valdir hafa verið.

Áfram Afturelding körfubolti