Íþróttaskóli barnanna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding

Íþróttaskóla barnanna  á þessari önn lauk í dag með jólaívafi og smá veitingum og gjöfum og þakkar íþróttaskólinn öllum fyrir þáttttökuna í haust og hlökkum til að sjá alla aftur í janúar.

Næstu námskeið byrja  þann 20. janúar og hefur  þegar verið opnað fyrir skráningu  á sportabler.

Eftir áramót verður einnig í boði hópur fyrir börn fædd 2021 og verða þau í fyrsta tímanum.

Kl 09:15 verða börn fædd 2021 sem heitir yngsti hópur

Kl 10:15 verða börn fædd 2020  sem heitir miðhópur

Kl 11:15 verða börn fædd 2018 og 2019 sem heitir elsti hópur.

Varðandi að mæta með systkini saman í tíma þá endilega hafið samband við stjórnendur íþróttaskólans.