Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 27. janúar – 4. febrúar 2024. Þetta var í 17 sinn sem leikarnir voru haldnir og tólfta sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. janúar 2024. Keppendur voru 120 talsins frá 14 félögum, þar af einn frá Spáni, einn frá Bretlandi og níu frá Svíþjóð.
Alls tóku sex keppendur frá Aftureldingu þátt í mótinu og náðu þeir þeim frábæra árangri að lenda í fjórða sæti félaga á mótinu með þrjú gull og eitt silfur. Eftirtaldir iðkendur tóku þátt:
- Í kata U14 female keppti Eva Jónína á móti Kristíönu í úrslitum og hafði Eva betur í viðureigninni.
- Í kata U14 male keppti Robert til úrslita á móti Edin frá KFR og vann Robert örugglega með 21,70 stigum á móti 19,30 stigum Edins. Alex Bjarki keppti í uppreisn um bronsið en laut í lægra haldi á móti Alex frá KFA.
- Hekla Sif var í erfiðum flokki í kata female cadet (14-15 ára). Hún tapaði í uppreisn viðureigninni um bronsið á móti landsliðskonunni Arey úr Breiðabliki.
-
Þórður Jökull keppti í kata male senior. Hann vann allar sínar viðureignir örugglega og í úrslitum vann hann David Brierley frá Englandi með 23,90 stigum á móti 21,10 stigum David. Þetta var í þriðja sinn í röð sem Þórður vann senior flokkinn á RIG.
Keppendur og verðlaun
- Alex Bjarki Davíðsson – U14 kata male – 7. sæti
- Eva Jónína Daníelsdóttir – U14 kata female – 1. sæti – Reykjavíkurmeistari
- Hekla Sif Þráinsdóttir – kata female cadets – 5. sæti
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – U14 kata female – 2. sæti
- Robert Matias Bentia – U14 kata male – 1. sæti – Reykjavíkurmeistari
- Þórður Jökull Henrysson – kata male senior – 1. sæti – Reykjavíkurmeistari
Einnig voru þrír dómarar frá deildinni, þau Anna Olsen, Elín Björk Arnardóttir og Gunnar Haraldsson.
Úrslit mótsins má finna hér.
Einkennismyndina tók Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Myndir af keppendum