Grand Prix 2 – bikarmót unglinga

Karatedeild AftureldingarKarate

Annað Grand Prix mót ársins var haldið 28. apríl, en hún er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 144 þátttakendur skráðir til keppni en þetta er eitt fjölmennasta GP mót sem hefur verið haldið hingað til. Karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir komust í verðlaunasæti og þau halda áfram að bæta sig! Enn og aftur frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum 👊 🖤❤️

  • Alex Bjarki Davíðsson – kata 13 ára pilta – silfur 🥈
  • Eva Jónína Daníelsdóttir – kata 13 ára stúlkna – gull 🥇
  • Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 13 ára stúlkna – brons 🥉
  • Robert Matias Bentia – kata 13 ára pilta – gull 🥇

Dómarar frá Aftureldingu voru Anna Olsen, Elín Björg Arnarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson.

📸 Robert Bentia

Úrslit mótsins má finna hér.

Alex Bjarki

Robert Matias

Eva Jónína

Kristíana Svava