Afturelding B í úrslitaleikinn um Íslandsmeistararatitil B liða í blaki.

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak, Fréttir

Úrslitakeppnin í 1.deildum karla og kvenna í blaki fór fram um helgina.  Afturelding B spilar í 1.deild og komst inn í úrslitakeppnina sem þriðja besta liðð af fimm.  Afturelding B liðið eru ungu stelpurnar okkar og byrjuðu þær á því að vinna Þrótt Neskaupstað á föstudaginn og KA liðið á laugardaginn svo þær voru komnar í úrslitaleikinn  um Íslandsmeistataratititil B liða sem var spilaður á sunnudeginum og voru HK andstæðingarnir.

Okkar stelpur þurftu að játa sig sigraða í úrslitaleiknum og landa því silfrinu eftir leiktíðina en HK vann leikinn 3-1.  Við óskum stelpunum til hamingju með frábæran árangur í vetur.