Elvar leikur með TVB Stuttgart á næstu leiktíð

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Elvar Ásgeirsson – 24 ára – Skytta – #4

Hand­knatt­leiksmaður­inn Elv­ar Ásgeirs­son hef­ur samið við þýska efstu­deild­arliðið TVB 1898 Stutt­g­art til tveggja ára. Hann yf­ir­gef­ur Aft­ur­eld­ingu eft­ir nú­ver­andi keppn­is­tíma­bil og flyt­ur til Þýska­lands í sum­ar. Elv­ar dvaldi hjá Stutt­g­art-liðinu í nóv­em­ber við æf­ing­ar og í fram­hald­inu buðu for­ráðamenn fé­lags­ins hon­um samn­ing sem nú hef­ur orðið að veru­leika. Síðustu end­arn­ir voru hnýtt­ir fyr­ir helg­ina.

Elv­ar er 24 ára gam­all og hef­ur alla tíð leikið með Aft­ur­eld­ingu, m.a. upp yngri flokk­ana og verið síðustu árin einn burðarása meist­ara­flokksliðsins sem um þess­ar mund­ir sit­ur í fimmta sæti Olís-deild­ar­inn­ar og er komið í átta liða úr­slit bik­ar­keppn­inn­ar. Elv­ar er marka­hæsti leikmaður Aft­ur­eld­ing­ar í Olís-deild­inni með 77 mörk eft­ir 15 leiki.

„Mig hef­ur dreymt um leika í þýsku búndes­líg­unni síðan ég var lít­ill svo segja má að draum­ur ræt­ist með þessu sam­komu­lagi,“  sagði Elv­ar í sam­tali við mbl.is. „Ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð sam­komu­lagi við Stutt­g­art.“

Elv­ar seg­ist hafa heim­sótt fé­lagið í og æft með liði þess. „Mér líst hrika­lega vel á all­ar aðstæður hjá liðinu. Allt virðist vera til alls. Aðstæður eru fyrsta flokks auk þess sem það ákveðin fjöl­skyldu­stemn­ing yfir öllu. Ég er viss um að ég a eft­ir að stíga fram­fara­skref á næstu árum,“ sagði Elv­ar.

„Ég geri mér grein fyr­ir að það verður mikið stökk fyr­ir mig að fara úr deild­inni hér heima og í harðan heim í þýska hand­bolt­an­um. Ég verð að leggja hart að mér á næstu vik­um og mánuðum til þess að stimpla mig inn í deild­ina þegar ég mæti til leiks. Fram und­an hjá mér er hins veg­ar að ljúka keppn­is­tíma­bil­inu af krafti með Aft­ur­eld­ingu og kveðja liðið mitt með titl­um,“ sagði Elv­ar.

Lesa má fréttina í heild sinni á mbl.is

Afturelding óskar Elvari til hamingju með þennan stóra áfanga og óskar honum alls hins besta á atvinnumannaferlinum á næstu árum!