Afturelding fær styrk til endurbóta á Vallarhúsinu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Afturelding hlaut á dögunum rausnarlegan styrk úr Samfélagssjóði KKÞ að upphæð 1.000.000 kr. Styrkurinn er veittur til endurnýjunar á húsgögnum og ýmiss konar búnaði í fundaraðstöðu Aftureldingar í vallarhúsinu að Varmá.

Afturelding þakkar veittan stuðning en strax verður hafist handa við að efla fundaraðstöðu félagsins. Verkið verður að mestu unnið af sjálfboðaliðum innan úr félaginu á næstu vikum.

Áhugsamir geta lagt verkefninu lið. Aftureldingar leitar meðal annars eftir eftirfarandi búnaði til að efla aðstöðu sína í fundarrýminu:

  • Borð og stóla
  • Sófa og sófaborð
  • Lýsingu
  • Eldhúsinnréttingu og borðplötu
  • Skápa/hirslur
  • Tússtöflu
  • Borðbúnaður
  • Uppþvottavél
  • Spegill fyrir salerni

Margar hendur vinna létt verk en ljóst er að þörf er á aðstoð frá smiðum, rafvirkjum, pípulagningarmönnum og málurum til að klára verkið að fullu. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta haft samband við Hönnu Björk, íþróttafulltrúa Aftureldingar, með tölvupósti: hannabjork@afturelding.is eða í síma 866 5388.