Aftureldingarfólk með gullið og Evrópumeistarar Smáþjóða í blaki kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Í dag, sunnudag, spilaði íslenska kvennalandsliðið í blaki til úrslita um Evrópumeistaratitil Smáþjóða en lokakeppnin fór fram í Luxemborg. Úrslitaleikurinn var á milli Skotlands og Íslands og vann Ísland leikinn 3-2. Afturelding var með 4 leikmenn í íslenska landsliðinu auk þjálfara og fararstjóra.

Í lok mótsins er valið draumalið mótsins og átti Ísland 3 leikmenn í liðinu og koma þeir allir úr Aftureldingu. Besti kanturinn var valin Tinna Rut Þórarinsdóttir, besta miðjan Valdís Unnur Einarsdóttir og besti dióinn var Thelma Dögg Grétarsdóttir.  Auk þess var Thelma Dögg valin MVP mótsins,  eða mikilvægasti leikmaður mótsins.

Frábært mót hjá okkar leikmönnum og íslenska landsliðinu og óskum við þeim til hamingju með glæsilegan árangur.