Blakæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu 1. september

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Æfingar allra hópa innan Blakdeildarinnar hefjast 1.september samkvæmt tímatöflu.  Í vetur er skemmtilegt samstarf í gangi með sunddeildinni og frjálsum fyrir yngstu iðkendurnar okkar í 1. og 2. bekk og fer það fram í Lágafelli þar sem börnin æfa þessar þrjár íþróttir jöfnum höndum en greiða bara eitt æfingargjald. Þær æfingar eru undir heitinu Íþróttablanda og eru á mánudögum og miðvikudögum kl 15:10-15:50.    Við erum mjög spennt fyrir þessari tilraun og vonumst til að vel verði tekið í verkefnið.

Þeir tímar sem bera nafnið U16 eru ætlaðir þeim sem eru styttra komnir og þeim unglingum sem vilja koma og læra blak en hafa ekki æft áður.

Allir eru velkomnir í blak hjá Aftureldingu og vonandi sjáum við sem flest börn og unglinga á æfingum í vetur.

Hér er æfingatafla yngri flokka blakdeildarinnar og er þessi sú rétta.

Við hlökkum til að taka á móti nýjum og að sjálfsögðu öllum eldri iðkendum okkar.