Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Frjálsar, Knattspyrna

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna.

Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- og frjáls­íþróttaþrautir, vítakeppni og hoppukastala. Þá mun félag eldri borgara í Mosfellsbæ, FaMos, opna formlega göngubraut í húsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Gert er ráð fyrir því að æfingar hefjist í húsinu þriðjudaginn 29. október að loknu vetrarfríi í skólum.