Sex úr Aftureldingu í Hæfileikamótun HSÍ

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram um helgina í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir. Hæfileikamótunin er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa en þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna. Þá hélt Bjarni Fritzson fyrirlestur fyrir báða hópana.
Sex drengir úr 5. flokki Aftureldingar voru valdir til að taka þátt:

Haukur Guðmundsson
Hrafn Guðmundsson
Sindri Sigurjónsson
Sigurjón Bragi Atlason
Aron Valur Gunnlaugsson
Jökull Helgi Einarsson

Til hamingju strákar