Hafrún með glæsimark gegn Írum

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Hafrún Rakel Halldórsdóttir var á skotskónum í sigri U17 liði Íslands gegn Írum í Kórnum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 5-2 fyrir Íslandi.

Hafrún skoraði sannkallað glæsimark og má sjá markið hér að neðan. Þetta var annar leikur liðanna, en þau mættust einnig á mánudaginn og endaði sá leikur með 3-0 sigri Íslands.

Auk Hafrúnar skoruðu þær Arna Eiríksdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu mörk Íslands.