Ísak Snær gerir sinn fyrsta atvinnumannasamning

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Ísak Snær Þorvaldsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við enska félagið Norwich.  Ísak Snær er aðeins 17 ára gamall, en er þrátt fyrir það fastamaður í U23 liði Norwich.

Ísak var einn átta leikmanna sem samdi við Norwich, en tilkynningu félagsins má sjá með því að smella hér.

Ísak var áður á mála hjá Aftureldingu en hann hefur leikið með U17, U18 og U19 ára landsliði Íslands. Hefur hann til að mynda gegnt fyrirliðahlutverkinu hjá U17 og U18 landsliðinu. Ísak er ekki eini Íslendingurinn hjá Norwich, en Húsvíkingurinn Atli Barkarson er þar einnig.

Afturelding óskar Ísak innilega til hamingju með þessi tímamót.