Ísland vann Smáþjóðamótið í U19

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U19 ára kvennalandslið Íslands í blaki vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamótsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Afturelding átti 3 leikmenn í hópnum , Daníela Grétrsdóttir uppspilari, Rut Ragnarsdóttir frelsingi og Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og voru þær allar í byrjunarliðinu og stóðu sig frábærlega eins og allt liðið. Aðalþjálfari liðsins er Borja Gonzalez Vincete þjálfari kvenna og karlaliða Aftureldingar og aðstoðarþjálfari  U19 var Thelma Dögg Grétarsdóttir leikmaður með Aftureldingu. Við óskum leikmönnum og starfsfólki innilega til hamingju með frábæran árangur en U lið Íslands í blaki hefur ekki spilað landsleik í 2 ár og lofar þetta sannarlega góðu.