Afturelding á tvo fulltrúa í íslenska karlalandsliðinu sem tekur nú þátt í lokamóti Evrópskra smáþjóða sem spilað er í Edinborg í Skotlandi. Fulltrúar Aftureldingar eru Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson sem báðir spila með karliði félagsins og þjálfa yngri iðkendur. Íslensku strákarnir héldu erlendis í gær, miðvikudag og spiluðu fyrtsa leikinn í dag sem þeir töpuðu 3-1 gegn San Marinó. Næsti leikur strákanna er í fyrramálð, föstudag kl 10:30 við Írland. og óskum við strákunum og Íslandi góðs gengis.