Thelma Dögg Grétarsdóttir er Íslandsmeistari í strandblaki kvenna 2021

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmotið í strandblaki fór fram í Fagralundi á glæsilegu og endurbættu svæði þar sem 4 vellir voru komnir upp og frábær aðstaða fyrir áhorfendur einnig.

Afturelding átti þátttakendur í flestum deildum og komu flestir þátttakendur okkar með verðlaun heim.

Thelma Dögg Grétarsdóttir varða Íslandsmeistari í kvennaflokki ásamt meðspilara sínum Hjördísi Eiríksdóttur en þær unnu ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum 2-0.

Daníela Grétarsdóttir og Rut Ragnarsdóttur unnu 2.deild kvenna. Tinna Rut Þórarinsdóttir ásamt meðspilara sínum vann 3.deild kvenna og Þórdís Ólafsdóttir ásamt sínum meðspilara vann 4.deild kvenna.

Sigþór Helgason og Nico Toselli tóku bronsið í 1.deild karla.